Námskynning fyrir foreldra

Mánudaginn 21. september verður námskynning fyrir foreldra. Kennarar munu kynna námsfyrirkomulag vetrarins. 

Kynning fyrir 1.-5. bekk hefst kl:16:00 og kl: 16:30 fyrir 6.-10. bekk.

Að því loknu eða um kl: 17:00 mun Þórhildur Helga Þorleifsdóttir M.ed. halda fyrirlestur um teymiskennslu og breytta kennsluhætti. Þórhildur Helga hefur starfað við grunnskóla í rúm 30 ár sem kennari og skólastjórnandi og hefur sérhæft sig í teymiskennslu og skipulagningu hennar. Hún er nú  kennsluráðgjafi hjá Kópavogsbæ. Í erindi sínu „Margföldun eða fargmöldun?“ fjallar hún um teymiskennslu og tæpir einnig á aldursblöndun nemenda.