23.11.2017
Allt skólahald fellur niður í dag 23. nóvember bæði í leik- og grunnskóla vegna slæmrar veðurspár.
Kveðja skólastjóri.
Lesa meira
02.11.2017
Miðvikudaginn 1. nóvember heimsóttu nemendur í 10. bekk Menntaskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri og heimavist skólanna.
Í skólunum fengu nemendur kynningu á námi og félagslífi. Auk þess var leiðsögn um skólanna og litið inn í kennslustofur. Gamlir nemendur okkar tóku vel á móti okkur bæði á heimavistinni og í skólununum. Það var einstaklega gaman og notarlegt að hitta þessar elskur og gerði ferðina mun ánægjulegri.
Þann 15. nóvember nk. er nemendum í 8.-10. bekk boðið á Starfakynningu í húsnæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra og er öllum grunnskólum á Norðurlandi vestra boðið að taka þátt þeim að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er lögð á að kynna störf í iðn-, verk-, raun- og tæknigreinum. Fyrirækjum og stofnunum á svæðinu er boðið að taka þátt og nú þegar hafa um 30 fyrirtæki tilkynnt þátttöku þar sem kynnt verða mjög fjölbreytt störf úr ólíkum greinum. Má hér nefna störf í heilbrigðisgreinum, byggingagreinum, matvælagreinum, snyrtigreinum og mörgum fleiri.
Lesa meira
19.10.2017
Föstudaginn 20. október n.k. verður spilakvöld í Húnavallaskóla.
Spiluð verður félagsvist og kostar 500 krónur inn.
Verðlaun fyrir
stigahæstu spilara.
Byrjað verður að spila klukkan 20:00.
Sjoppa verður
á staðnum og vonumst við til að sjá sem flesta.
9. og 10. bekkur
Húnavallaskóla.
Ath. enginn posi
Lesa meira
16.08.2017
Húnavallaskóli verður settur fimmtudaginn 24. ágúst kl. 14:00.
Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 25. ágúst.
Skóladagatal 2017 - 2018
Kveðja, skólastjóri
Lesa meira
23.05.2017
Húnavallaskóla verður slitið við hátíðlega athöfn föstudaginn 26. maí kl. 14:00.
Allir vinir og velunnarar skólans eru velkomnir.
Kveðja, skólastjóri
Lesa meira
04.04.2017
Í gær fór fram Kjördæmismót í
skólaskák á Norðurlandi í Húsi frítímans á Sauðárkróki. Elvar Már Valsson í
Húnavallaskóla varð sigurvegari með fjóra vinninga af fjórum mögulegum og í
öðru sæti varð Ester María Eiríksdóttir í Grunnskólanum austan Vatna með þrjá
vinninga en hún varð jafnframt efst í eldri flokki. Unnu þau sér þátttökurétt á Landsmóti í
skólaskák.
Í þriðja sæti varð Auður
Ragna Þorbjarnardóttir með tvo vinninga, Mikael Máni Jónsson varð í fjórða sæti
með einn vinning og loks Björn Jökull Bjarkason í fimmta sæti. Þau eru öll nemendur
í Grunnskólanum austan Vatna.
Tekið af http://www.feykir.is/is 4. apríl 2017
Lesa meira
09.03.2017
Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin,
þriðjudaginn 7. mars og sá Grunnskóli Húnaþings vestra um lokahátíðina að þessu sinni. Keppnin er
tileinkuð Grími heitnum Gíslasyni, fréttaritara og fyrrum bónda frá Saurbæ í
Vatnsdal. Markmið keppninnar er að glæða tilfinningu og metnað húnvetnskra
grunnskólanema fyrir íslensku máli og framsögn.
Að þessu sinni fóru tveir keppendur frá Húnavallaskóla en
ekki þrír þar sem að aðeins tveir nemendur eru í 7. bekk. þau Einar Pétursson
og Iðunn Eik Sverrisdóttir.
Dómarar voru Þorleifur Hauksson, Sigrún Grímsdóttir og
Sigrún Einarsdóttir.
Keppendur lásu brot úr sögunni Bláa hnettinum eftir Andra
Snæ Magnason, ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur og ljóð að eigin vali.
Úrslit urðu þessi:
1. Iðunn Eik Sverrisdóttir Húnavallaskóla
2. Isaiah Davíð Þuríðarson Jacob Blönduskóla
3. Ásdís Aþena Magnúsdóttir Grunnskóla Húnaþings
vestra
Keppendur stóðu sig allir mjög vel og ekki auðvelt að dæma.
Því var að þessu sinni veitt aukaverðlaun fyrir góða frammistöðu og þau hlaut Embla
Sif Ingadóttir Höfðaskóla.
Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn veittu
peningaverðlaun fyrir fyrstu 3 sætin.
Allir keppendurnir fengu síðan tvenn bókaverðlaun.
Að lokum var farandskjöldur afhentur en skjöldurinn var
gefinn af sjóði sem stofnaður var til heiðurs Grími Gíslasyni. Sá skóli sem
hlýtur 1. sætið varðveitir skjöldinn fram að næstu keppni og kom það í hlut Húnavallaskóla
að þessu sinni.
Myndir frá hátíðinni
Lesa meira
28.02.2017
Nemendur mæta í skólann kl. 9:30 og að sjálfsögðu í búningum (ath. enginn morgunmatur).
Fyrir hádegi verður kennsla með óhefðbundnu sniði og ýmislegt gert sem tengist öskudeginum.
Eftir hádegi eða kl. 13:00 verður kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað í íþróttasal.
Heimferð skólabíla er kl. 15:10
Foreldrar og systkini eru hvött til að taka þátt í skemmtilegri dagskrá e.h.
Lesa meira
23.02.2017
Nú er komið að hinu árlega stórbingói 9. bekkjar Húnavallaskóla.
Það verður haldið næstkomandi föstudag, þann 3. mars.
Húsið opnar kl. 19:30 og bingóið hefst kl. 20:00.
Eftir bingóið verður diskótek til kl. 00:30. Á bingóinu verður fullt af flottum og veglegum vinningum. Tombólan verður auðvitað á sínum stað, þannig að allir fá eitthvað!! Það verða ENGIN NÚLL!!
Miðaverð
16 ára og eldri 2500 kr.
7 – 15 ára 1000 kr.
Ókeypis fyrir börn 6 ára og yngri.
Aukaspjöld kosta 300 kr.
Að bingóinu loknu mun verða glæsilegt kaffihlaðborð sem er innifalið í aðgangseyrinum.
Allir að mæta og skemmta sér ótrúlega vel !
Munið eftir góða skapinu
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum
9. bekkur Húnavallaskóla
Lesa meira