Fréttir

Skólahald fellur niður í Húnavallaskóla ( leik- og grunnskóla )

Skólahald fellur niður í Húnavallaskóla ( leik- og grunnskóla ) á morgun  miðvikudag (21. febrúar) vegna slæms veðurútlits.     Kveðja, skólastjóri
Lesa meira

Skólahald fellur

Allt skólahald fellur niður í dag 2. febrúar bæði í leik- og grunnskóla vegna veðurs.  
Lesa meira

Litlu jólin 2017

Litlu jólin verða 20. desember þá mæta allir nemendur í skólann kl. 10:00 með skólabílum. Skemmtiatriði hefjast klukkan 13:30 og eru foreldrar, nánustu ættingjar sem og aðrir velunnarar skólans velkomnir. Nemendur í 1.- 6. bekk fara heim með skólabílum eða foreldrum að lokinni dagskrá eða um kl. 15:30. Jólasamvera fyrir 7.-10. bekk stendur til klukkan 20.00. Kennsla hefst að loknu jólafríi miðvikudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira

Jólatónleikar

Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún verða sem hér segir: Húnavöllum þriðjudaginn 12. des. kl: 15 30. Blönduósi í Blönduóskirkju miðvikudaginn 13. des. kl: 1700. Skagaströnd í Hólaneskirkju fimmtudaginn 14. des. kl: 1700. Allir velkomnir. Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 3.janúar samkvæmt stundaskrá. Skólastjóri    
Lesa meira

   
Lesa meira

Árshátíð 2017

Árshátíð Húnavallaskóla  verður haldin Laugardaginn 25. nóvember kl. 16:00.      Húsið opnað kl. 15:30  Fjölbreytt skemmtiatriði:  Leiksýningar og tónlistaratriði. 9. og 10. bekkingar frumflytja leikritið KEFLEIFUR (út eða heim) eftir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir einnig.       Eftir skemmtiatriðin verður okkar rómaða veislukaffi.      Miðaverð (innifalið er kaffihlaðborð): 2500 kr. fyrir 16 ára og eldri     1000 kr. fyrir 7-15 ára.     Frítt fyrir 6 ára og yngri.      Skólablaðið Grettistak verður selt á staðnum á 1200 kr.       Ath. ekki er tekið við greiðslukortum       9. og 10. bekkur Húnavallaskóla      
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Allt skólahald fellur niður í dag 24. nóvember í  grunnskóla vegna ófærðar Kveðja skólastjóri.
Lesa meira

Allt skólahald fellur niður í dag 23. nóvember

Allt skólahald fellur niður í dag 23. nóvember bæði í leik- og grunnskóla vegna slæmrar veðurspár. Kveðja skólastjóri.
Lesa meira

Skólaheimsóknir og starfakynning

Miðvikudaginn 1. nóvember heimsóttu nemendur í 10. bekk Menntaskólann á Akureyri, Verkmenntaskólann á Akureyri og heimavist skólanna. Í skólunum  fengu nemendur kynningu á námi og félagslífi. Auk þess var leiðsögn um skólanna og litið inn í kennslustofur. Gamlir nemendur okkar tóku vel á móti okkur bæði á  heimavistinni og í skólununum. Það var einstaklega gaman og notarlegt að hitta þessar elskur og gerði ferðina mun ánægjulegri. Þann 15. nóvember nk. er nemendum í 8.-10. bekk boðið á Starfakynningu í húsnæði Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki. Verkefnið er styrkt af Sóknaráætlun Norðurlands vestra og er öllum grunnskólum á Norðurlandi vestra boðið að taka þátt þeim að kostnaðarlausu. Sérstök áhersla er lögð á að kynna störf í iðn-, verk-, raun- og tæknigreinum. Fyrirækjum og stofnunum á svæðinu er boðið að taka þátt og nú þegar hafa um 30 fyrirtæki tilkynnt þátttöku þar sem kynnt verða mjög fjölbreytt störf úr ólíkum greinum. Má hér nefna störf í heilbrigðisgreinum, byggingagreinum, matvælagreinum, snyrtigreinum og mörgum fleiri.
Lesa meira

Spilakvöld

Föstudaginn 20. október n.k. verður spilakvöld í Húnavallaskóla.  Spiluð verður félagsvist og kostar 500 krónur inn.  Verðlaun fyrir stigahæstu spilara.  Byrjað verður að spila klukkan 20:00.  Sjoppa verður á staðnum og vonumst við til að sjá sem flesta. 9. og 10. bekkur   Húnavallaskóla. Ath. enginn posi
Lesa meira