15.03.2018
Síðastliðinn þriðjudag fóru nemendur fjórða og fimmta bekkjar í hina árlegu heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið. Eins og venja er fengu nemendur leiðsögn og fræðslu um safnið, einnig fengu þau að spreyta sig á að vefa, kemba og spinna ull.
Lesa meira
08.03.2018
Framsagnarkeppni
grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin í gær miðvikudaginn 7. mars. Höfðaskóli
sá um lokahátíðina að þessu sinni.
Þrír keppendur komu frá hverjum skóla, þ.e. Blönduskóla,
Húnavallskóla, Höfðaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra. Forkeppni er haldin í
hverjum skóla fyrir sig og mæta því þrír bestu úr hverjum skóla í lokakeppnina.
Óhætt er að segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og settu dómnefndina í
talsverðan vanda því erfitt var að velja úr.
Dómarar voru
að þessu sinni Sigrún Grímsdóttir, Dagný Marín Sigmarsdóttir og Hrönn
Bergþórsdóttir (fulltrúi Radda).
Úrslit urðu
þessi:
1. Klara Ósk Hjartardóttir,
Höfðaskóla
2. Valdas Kaubrys, Húnavallaskóla
3. Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Grunnskóla
Húnaþings vestra
Raddir,
samtök um vandaðan upplestur og framsögn veittu peningaverðlaun fyrir fyrstu 3
sætin.
Allir
keppendurnir fengu síðan tvenn bókaverðlaun.
Að lokum var
farandskjöldur afhentur en skjöldurinn var gefinn af sjóði sem stofnaður var
til heiðurs Grími Gíslasyni. Sá skóli sem hlýtur 1. sætið varðveitir skjöldinn
fram að næstu keppni og kom það í hlut Höfðaskóla að þessu sinni.
Lesa meira
08.03.2018
Forkeppni fyrir Skólahreysti hefur farið fram. Það voru nemendur í 9.- 10. bekk sem kepptu um hver færi fyrir okkar hönd í keppnina þetta árið. Lið Húnavallaskóla skipa þau Guðmundur Sævar, Hugrún Lilja, Saullius Saliamonas, Alexander Rolf, Ásdís Freyja og Guðbjörg Anna.
Lesa meira
20.02.2018
Skólahald fellur niður í Húnavallaskóla ( leik- og grunnskóla ) á morgun miðvikudag (21. febrúar) vegna slæms veðurútlits.
Kveðja, skólastjóri
Lesa meira
02.02.2018
Allt skólahald fellur niður í dag 2. febrúar bæði
í leik- og grunnskóla vegna veðurs.
Lesa meira
15.12.2017
Litlu jólin verða 20. desember þá mæta allir nemendur í skólann kl. 10:00 með skólabílum.
Skemmtiatriði hefjast klukkan 13:30 og eru foreldrar, nánustu ættingjar sem og aðrir velunnarar skólans velkomnir.
Nemendur í 1.- 6. bekk fara heim með skólabílum eða foreldrum að lokinni dagskrá eða um kl. 15:30.
Jólasamvera fyrir 7.-10. bekk stendur til klukkan 20.00.
Kennsla hefst að loknu jólafríi miðvikudaginn 3. janúar samkvæmt stundaskrá.
Lesa meira
07.12.2017
Jólatónleikar Tónlistarskóla A-Hún verða sem hér segir:
Húnavöllum þriðjudaginn 12. des. kl: 15 30.
Blönduósi í Blönduóskirkju miðvikudaginn 13. des. kl: 1700.
Skagaströnd í Hólaneskirkju fimmtudaginn 14. des. kl: 1700.
Allir velkomnir.
Kennsla hefst á nýju ári miðvikudaginn 3.janúar samkvæmt
stundaskrá.
Skólastjóri
Lesa meira
24.11.2017
Árshátíð Húnavallaskóla verður haldin Laugardaginn
25. nóvember
kl. 16:00.
Húsið opnað
kl. 15:30
Fjölbreytt
skemmtiatriði:
Leiksýningar og tónlistaratriði.
9. og
10. bekkingar frumflytja leikritið KEFLEIFUR
(út eða heim) eftir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir einnig.
Eftir skemmtiatriðin verður okkar
rómaða veislukaffi.
Miðaverð (innifalið er kaffihlaðborð):
2500 kr. fyrir 16 ára og eldri
1000 kr. fyrir 7-15 ára.
Frítt fyrir 6 ára og yngri.
Skólablaðið Grettistak
verður selt
á staðnum á 1200 kr.
Ath. ekki er tekið við greiðslukortum
9. og 10. bekkur Húnavallaskóla
Lesa meira
24.11.2017
Allt skólahald fellur niður í dag 24. nóvember í grunnskóla vegna ófærðar
Kveðja skólastjóri.
Lesa meira