Fréttir

Kennarar fræðast

Fimmtudaginn 1. nóvember sátu kennarar grunnskólanna í Húnavatnssýslum fyrirlestur Stefaníu Malenar Stefánsdóttur.
Lesa meira

Kennsla fellur niður

Kæru foreldrar / forráðamenn Fimmtudaginn 1. nóvember fellur niður kennsla í Húnavallaskóla frá kl. 13:40 vegna vinnu kennara við þróunarverkefnið sem við tökum þátt í ásamt öðrum grunnskólum í Húnavatnssýslum.
Lesa meira

Spilakvöld

Föstudaginn n.k. verður spilakvöld í Húnavallaskóla.
Lesa meira

Viðurkenningarskjal

Jóhanna Erla Pálmadóttir framkvæmdarstjóri Textílseturs Íslands heimsótti skólann í vikunni og færði okkur viðurkenningarskjal fyrir þátttöku okkar í verkefninu "Aldarafmæli sjálfstæðis og fullveldis Íslands 2018.
Lesa meira

Ný heimasíða

Húnavallaskóli hefur virkjað nýja heimasíðu fyrir skólann, síðan er unnin í vefumsjónarkerfinu Moya frá Stefnu ehf.
Lesa meira

Skemmtilegt verkefni með Textílsetrinu

Húnavallaskóli tekur þátt í verkefni á vegum Textílsetursins sem hefur það að markmiði að auka þekkingu og innsýn nemenda í söguna, samfélagið, fullveldishugtakið og velta því fyrir sér hversu mikilvægt fullveldið og prjónaskapur er fyrir okkur Íslendinga. Um leið er aukin þekking á prjóni og mikilvægi þessa þjóðarfs í sögu landsins.  Nemendur vinna verk sem hefur tilvísun í fullveldisafmælið þar sem prjón er nýtt sem verkfæri. Verkið verður sýnt á Prjónagleði 2018 og síðan mun það prýða súlu í Leifstöð. Í gær heimsótti Jóhanna Pálmadóttir forstöðumaður Textílsetursins nemendur í 4.-8. bekk og hóf verkefnið formlega.  Í verkið notum við ull í fánalitunum og prjónaðir eru bútar sem verða settir saman í teppi. Allir í skólanum geta tekið þátt. 
Lesa meira

Heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið

Síðastliðinn þriðjudag fóru nemendur fjórða og fimmta bekkjar í hina árlegu heimsókn í Heimilisiðnaðarsafnið. Eins og venja er fengu nemendur leiðsögn og fræðslu um safnið, einnig fengu þau að spreyta sig á að vefa, kemba og spinna ull.
Lesa meira

Framsagnarkeppni 2018

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin í gær miðvikudaginn 7. mars. Höfðaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Þrír keppendur komu frá hverjum skóla, þ.e. Blönduskóla, Húnavallskóla, Höfðaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra. Forkeppni er haldin í hverjum skóla fyrir sig og mæta því þrír bestu úr hverjum skóla í lokakeppnina. Óhætt er að segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og settu dómnefndina í talsverðan vanda því erfitt var að velja úr. Dómarar voru að þessu sinni Sigrún Grímsdóttir, Dagný Marín Sigmarsdóttir og Hrönn Bergþórsdóttir (fulltrúi Radda). Úrslit urðu þessi: 1.      Klara Ósk Hjartardóttir, Höfðaskóla 2.      Valdas Kaubrys, Húnavallaskóla 3.      Máney Dýrunn Þorsteinsdóttir, Grunnskóla Húnaþings vestra Raddir, samtök um vandaðan upplestur og framsögn veittu peningaverðlaun fyrir fyrstu 3 sætin. Allir keppendurnir fengu síðan tvenn bókaverðlaun. Að lokum var farandskjöldur afhentur en skjöldurinn var gefinn af sjóði sem stofnaður var til heiðurs Grími Gíslasyni. Sá skóli sem hlýtur 1. sætið varðveitir skjöldinn fram að næstu keppni og kom það í hlut Höfðaskóla að þessu sinni.
Lesa meira

Forkeppni fyrir Skólahreysti

Forkeppni fyrir Skólahreysti hefur farið fram. Það voru nemendur í 9.- 10. bekk sem kepptu um hver færi fyrir okkar hönd í keppnina þetta árið. Lið Húnavallaskóla skipa þau Guðmundur Sævar, Hugrún Lilja, Saullius Saliamonas, Alexander Rolf, Ásdís Freyja og Guðbjörg Anna.
Lesa meira