Fréttir

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð var haldinn í Húnavallaskóla föstudaginn 11. október. Starfsdagurinn markar upphaf að þróunarverkefni skólanna „Færni til framtíðar“. Í uppafi verkefnisins er áhersla lögð á að kynna hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir starfsfólki skólanna og hvernig hægt sé að nýta hana bæði í starfi og einkalífi. Markmiðið er að starfsfólk öðlist aukna færni í að vinna með mannlega hegðun og hafa áhrif á börn og nærumhverfi.
Lesa meira

Sauðkindin

Nemendur í 1.-3. bekk unnu haustverkefni þar sem þemað var sauðkindin.
Lesa meira

Gengið á Reykjanibbuna

Nemendur og starfsfólk gengu á Reykjanibbuna í dag. Allir lögðu á fjallið en fóru mislangt. Veður var yndislegt og víðsýnt á toppnum.
Lesa meira

Valgreinadagar í Reykjaskóla 27. og 28. september 2019.

Verkefnið er þróunarverkefni sem skólarnir hafa fengið styrk til að vinna að. Seinni sameiginlegi valgreinadagurinn verður á Blönduósi 13. of 14. mars. Markmið verkefnisins er að auka fjölbreytni valgreina og styrkja tengsl nemenda í áhugatengdu starfi.
Lesa meira

Leikhúsferð

Þjóðleikhúsið bauð á tvær leiksýningar í Félagsheimilinu á Blönduósi í dag.
Lesa meira

Skólasetning

Húnavallaskóli verður settur mánudaginn 26. ágúst kl. 14:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 27. ágúst. Kveðja, skólastjóri.
Lesa meira

Lausar stöður

Lausar eru til umsóknar: Staða leikskólakennara við leikskóladeild (leikskólaliði eða starfsmaður með aðra menntun sem nýtist í starfi og/eða reynslu af vinnu með ungum börnum kemur til greina). Um er að ræða100% stöðu Staða skólaliða við grunnskóladeild, 100% staða. Starf skólaliða felst m.a. í aðstoð við nemendur, gæslu og þrifum á skólahúsnæði.
Lesa meira

Lausar stöður

Lausar stöður við Húnavallaskóla.
Lesa meira

Skólaslit

Húnavallaskóla verður slitið við hátíðlega athöfn föstudaginn 24. maí kl. 14:00. Allir vinir og velunnarar skólans eru velkomnir. Kveðja, skólastjóri
Lesa meira

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin fimmtudaginn 4. apríl. Húnavallaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Þrír keppendur komu frá hverjum skóla, þ.e. Blönduskóla, Húnavallskóla, Höfðaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra. Forkeppni er haldin í hverjum skóla fyrir sig og mæta því þrír bestu úr hverjum skóla í lokakeppnina. Óhætt er að segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og settu dómnefndina í talsverðan vanda því erfitt var að velja úr.
Lesa meira