Fréttir

Jólasveinarnir

Í aðdraganda jóla unnu nemendur 4.-6. bekkjar með vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana þrettán. Við byrjuðum á að lesa vísurnar og skoða orðaforða þeirra og að lokum gerðu nemendur klippimyndir af jólasveinunum.
Lesa meira

Litlu jólin 2019

Litlu jólin í Húnavallaskóla verða 19. desember. Dagskrá dagsins: 10:00 – 11:45 Stofujól 12:00 – 13:00 Hádegismatur 13:30 - 15:30 Skemmtiatriði og jólaball. Jólasamvera fyrir 7.-10. bekk stendur til klukkan 19.30.
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Allt skólastarf fellur niður í leik- og grunnskóla á morgun fimmtudag vegna ófærðar. Sjáumst vonandi hress og kát á föstudaginn, Kveðja, skólastjóri
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla, bæði í leik- og grunnskóla á þriðjudag og miðvikudag. Veðurspáin er verulega slæm fyrir okkar svæði og hefur veðurstofa gefið út appelsínugula viðvörun fyrir báða dagana. Kveðja, skólastjóri.
Lesa meira

Árshátíð Húnavallaskóla

Árshátíð Húnavallaskóla verður haldin föstudaginn 29. nóvember kl. 20:30. Húsið opnað kl. 20:00
Lesa meira

Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sem er á morgun laugardag, komu nemendur í leik- og grunnskóla saman á Kjarna. Hver námshópur kom með atriði.
Lesa meira

Foreldraþing

Miðvikudaginn 13. nóvember buðu nemendur 7. – 10. bekkjar foreldrum sínum og æðri mönnum í sveitarfélaginu á foreldraþing. Á þessu þingi var rætt hvert skólinn stefnir og hverju mætti breyta.
Lesa meira

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna

Sameiginlegur starfsdagur leikskólanna í Húnavatnssýslum og Strandabyggð var haldinn í Húnavallaskóla föstudaginn 11. október. Starfsdagurinn markar upphaf að þróunarverkefni skólanna „Færni til framtíðar“. Í uppafi verkefnisins er áhersla lögð á að kynna hugmyndafræði jákvæðrar sálfræði fyrir starfsfólki skólanna og hvernig hægt sé að nýta hana bæði í starfi og einkalífi. Markmiðið er að starfsfólk öðlist aukna færni í að vinna með mannlega hegðun og hafa áhrif á börn og nærumhverfi.
Lesa meira

Sauðkindin

Nemendur í 1.-3. bekk unnu haustverkefni þar sem þemað var sauðkindin.
Lesa meira

Gengið á Reykjanibbuna

Nemendur og starfsfólk gengu á Reykjanibbuna í dag. Allir lögðu á fjallið en fóru mislangt. Veður var yndislegt og víðsýnt á toppnum.
Lesa meira