Fréttir

Jólatónleikar í Húnavallaskóla

Tónleikarnir verða haldnir miðvikudaginn 14. desember í Húnavallaskóla og hefjast kl. 15:30. Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir. Kennarar Tónlistarskóla Austur-Húnvetninga
Lesa meira

Vertu næs

Rauði krossinn stendur fyrir átakinu „Vertu næs“ en markmið þess er að hvetja landsmenn til að bera virðingu fyrir náunganum, sama hvaðan hann er upprunninn. Mánudaginn 28. nóvember hlýddu nemendur í 7.-10 bekk á fræðsluerindi á vegum átaksins en það voru þau Aleksandra Chlipala og Juan Camilo sem sáu um fræðsluna. Í erindinu er leitast við að svara því hvort fordómar gagnvart innflytjendum þrífist í okkar litla samfélagi og hvort að við höfum undirbúið jarðveginn þannig að fjölbreytileikinn dafni og allir fái að njóta sín jafnt.
Lesa meira

Árshátíð Húnavallaskóla 2016

Árshátíð Húnavallaskóla verður haldin  föstudaginn 25. nóvember kl. 20:30.  Húsið opnað kl. 20:00  Fjölbreytt skemmtiatriði:  Leiksýningar og tónlistaratriði.  9. og 10. bekkingar frumflytja leikritið Vistin eftir Guðjón Sigvaldason sem leikstýrir einnig.  Eftir skemmtiatriðin verður okkar rómaða veislukaffi. Svo verður dansað til kl. 01:00 DJ Heisi&Danni sjá um fjörið Miðaverð (innifalið er kaffihlaðborð): 2500 kr. fyrir 16 ára og eldri 1000 kr. fyrir 7-15 ára. Frítt fyrir 6 ára og yngri. Skólablaðið Grettistak verður selt á staðnum á 1200 kr. Ath. ekki er tekið við greiðslukortum 9. og 10. bekkur Húnavallaskóla    
Lesa meira

Allt skólahald fellur niður föstudaginn 18.nóv.

Allt skólahald fellur niður í dag vegna veðurs og ófærðar bæði í leik- og grunnskóla. Kveðja skólastjóri.
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Kæru foreldrar / forráðamenn Skólahald fellur niður í Húnavallaskóla ( leik- og grunnskóla ) á morgun fimmtudag(17. nóv.) vegna slæms veðurútlits. Kveðja, skólastjóri
Lesa meira

Lofthræddi örninn Örvar

Þjóðleikhúsið bauð 5,6 og 7 ára nemendum á leiksýninguna „Lofthræddi örninn Örvar“ í Félagsheimilinu á Blönduósi. Við þáðum það boð og skemmtu nemendur sér vel.     http://listfyriralla.is/event/lofthraeddi-orninn-orvar/    
Lesa meira

Spilakvöld föstudaginn 28. október

Föstudaginn n.k. verður spilakvöld í Húnavallaskóla. Spiluð verður félagsvist og inn kostar 500 krónur. Verðlaun fyrir stigahæstu spilara. Byrjað verður að spila klukkan 20:00. Sjoppa verður á staðnum og vonumst við til að sjá sem flesta. 9. og 10. bekkur Húnavallaskóla. Ath. enginn posi
Lesa meira

Skáld í skólum

Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur heimsóttu skólann á vegum verkefnisins Skáld í skólum. Þeir kynntu okkur fyrir  borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni í tali og tónum. Í dagskránni um Tómas er farið á líflegan hátt í gegnum ljóð hans og einnig hin ástsælu sönglög sem samin hafa verið við ljóðin.
Lesa meira

Skáld í skólum

Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur heimsóttu skólann á vegum verkefnisins Skáld í skólum. Þeir kynntu okkur fyrir  borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni í tali og tónum. Í dagskránni um Tómas er farið á líflegan hátt í gegnum ljóð hans og einnig hin ástsælu sönglög sem samin hafa verið við ljóðin.
Lesa meira

Norræna skólahlaupið

Föstudaginn 16. september tókum við þátt í Norræna skólahlaupinu. Hægt var að milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km, allir stóðu sig með prýði. Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti. Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Myndir
Lesa meira