24.10.2016
Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur heimsóttu skólann
á vegum verkefnisins Skáld í skólum. Þeir kynntu okkur fyrir borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni í tali og
tónum. Í dagskránni um Tómas er farið á líflegan hátt í gegnum ljóð hans og
einnig hin ástsælu sönglög sem samin hafa verið við ljóðin.
Lesa meira
24.10.2016
Aðalsteinn Ásberg og Svavar Knútur heimsóttu skólann
á vegum verkefnisins Skáld í skólum. Þeir kynntu okkur fyrir borgarskáldinu Tómasi Guðmundssyni í tali og
tónum. Í dagskránni um Tómas er farið á líflegan hátt í gegnum ljóð hans og
einnig hin ástsælu sönglög sem samin hafa verið við ljóðin.
Lesa meira
19.09.2016
Föstudaginn 16. september
tókum við þátt í Norræna skólahlaupinu. Hægt var að milli þriggja vegalengda í hlaupinu, þ.e. 2,5 km, 5 km eða 10 km, allir stóðu sig með prýði.
Norræna skólahlaupið fór fyrst fram á Íslandi árið 1984, en
allir grunnskólar á Norðurlöndunum geta tekið þátt í hlaupinu á hverju hausti.
Með Norræna skólahlaupinu er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess
að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan.
Myndir
Lesa meira
15.09.2016
Margrét María Sigurðardóttir umboðsmaður barna heimsótti nemendur í 7.-10. bekk í morgun. Margrét María kynnti starf sitt og ræddi við þau um mannréttindi en eitt helsta hlutverk umboðsmanns barna er að vinna að því að bæta hag barna og unglinga og gæta þess að tekið sé tillit til réttinda þeirra, þarfa og hagsmuna á öllum sviðum samfélagsins. Frekari upplýsingar er hægt að finna á vefnum barn.is
Lesa meira
02.09.2016
Fimmtudaginn 1. september var farið í fjallgöngu upp í Reykjanibbu.
Allir lögðu á fjallið en fóru mislangt. Veður var yndislegt og víðsýnt á
toppnum. Vonum við að þetta verði árviss viðburður í skólabyrjun.
Lesa meira
02.09.2016
Í vetur tekur Húnavallaskóli þátt í verkefninu „Skák eflir skóla –
kennari verður skákkennari“ . Nemendur 4.-7. bekkjar fá eina kennslustund á
viku í skák. Verkefnið er samstarfsverkefni Menntamálaráðuneytisins og
Skáksambands Íslands. Inntak verkefnisins er að kenna almennum kennurum að
kenna skák og efla með því skákkennslu í skólum.
Hér má lesa nánar um verkefnið
Lesa meira
02.09.2016
Í vetur tekur Húnavallaskóli þátt í verkefninu „Skák eflir skóla –
kennari verður skákkennari“ . Nemendur 4.-7. bekkjar fá eina kennslustund á
viku í skák. Verkefnið er samstarfsverkefni Menntamálaráðuneytisins og
Skáksambands Íslands. Inntak verkefnisins er að kenna almennum kennurum að
kenna skák og efla með því skákkennslu í skólum.
Hér má lesa nánar um verkefnið
http://skak.blog.is/blog/skak/entry/2179238/
Lesa meira
17.08.2016
Kæru foreldrar
Eftirfarandi var samþykkt á 180. fundi Sveitarstjórnar Húnavatnshrepps þann 17. ágúst 2016:
"Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að Húnavallaskóli útvegi nemendum skólans ritföng, námsgögn og annað efni sem nemendum er skylt að nota í námi sínu samkvæmt 31. gr. laga um grunnskóla 91/2008, án endurgjalds".
Því verða allir innkaupalistar óþarfir í Húnavallaskóla.
Kveðja, skólastjóri
Lesa meira
17.08.2016
Húnavallaskóli verður settur miðvikudaginn 24. ágúst kl. 14:00. Kennsla hefst samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 25. ágúst.
Skóladagatal 2016-2017
Kveðja, skólastjóri
Lesa meira
08.08.2016
Frá Húnavallaskóla
Eftirfarandi
stöður eru lausar við Húnavallaskóla:
100%
staða skólaliða
40% staða skólaliða (tvo daga vikunnar)
Starf
skólaliða felst m.a. í þrifum á skólahúsnæði, gæslu og aðstoð við nemendur.
Einnig er
laus 20 % staða við leikskólann um er að ræða afleysingu alla föstudaga.
Leitað er eftir einstaklingum jafn körlum sem konum er búa
yfir góðri samskiptafærni og eru færir um að vinna
sjálfstætt, sýna frumkvæði og forgangsraðað verkefnum eftir því sem við á.
Lesa meira