Öskudagur

Nemendur mæta í skólann kl. 9:30 og að sjálfsögðu í búningum en athugið að það er enginn morgunmatur í skólanum.
Fyrir hádegi verður kennsla með óhefðbundnu sniði og ýmislegt gert sem tengist öskudeginum.
Eftir hádegi eða kl. 13:00 verður kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað í íþróttasal. Eldri nemendur leikskólans taka þátt í dagskránni eftir hádegi.
Kaffi kl. 14:00 og síðan mun dansinn duna.
Vegna sóttvarnareglna getum við því miður ekki boðið foreldrum að taka þátt eins og hefð er fyrir.
Skólaakstur:
Bílar verða við skóla 9:30 eða klukkustund seinna en venjulega.
Heimferð er kl. 15:10