Lausnamiðuð kennsla

Á þessum lausnamiðuðu tímum eru kennarar Húnavallaskóla að leita allra leiða við að halda nemendum við námið hvort sem þeir eru heima eða í skólanum. Í morgun, eins og alla föstudaga, var stærðfræði með kennsluaðferð sem byggir á hugmyndum kanadíska stærðfræðimenntafræðingsins Peter Liljedahl. Megin markmiðið með aðferðinni er að fá nemendur til að hugsa og glíma saman við lausn verkefna. Nemendur vinna þrír og þrír saman við að leysa verkefnin. Hér á myndinni má sjá einn hópinn að störfum en þessir nemendur eru allir heima og vinna þarna í gegnum Teams forritið. Það er til ráð við öllu nema ráðaleysi.

Hér má lesa meira um þessa kennsluaðferð.