Kennarar fræðast

Stefanía Malen er skólastjóri Brúarásskóla í Jökuldalshlíð sem er samrekinn leik-og grunnskóli með 5o nemendur, 41 í grunnskóladeild og 9 í leikskóladeild. 

Í fyrirlestrinum kynnti hún fyrir okkur þróunarverkefni sem unnið hefur verið að í Brúarásskóla síðan 2015. Verkefnið nefnist Brúin og er hugmyndin að baki verkefninu meðal annars að samþætta námsgreinar í þemaverkefnum og auka sjálfstæði nemenda og ábyrgð á eigin námi. Frábær fyrirlestur sem á örugglega eftir að hvetja kennara til að leita nýrra og fjölbreyttari leiða í kennsluháttum.

Hér má lesa um verkefnið Brúnna.