Jólasveinarnir

Í aðdraganda jóla unnu nemendur 4.-6. bekkjar með vísur Jóhannesar úr Kötlum um jólasveinana þrettán. Við byrjuðum á að lesa vísurnar og skoða orðaforða þeirra og að lokum gerðu nemendur klippimyndir af jólasveinunum.

Nemendur unnu saman í hópum og unnu hóparnir mismargar myndir. Allir lögðu sig fram og var þessi vinna virkilega skemmtileg. Hver og einn hópur túlkaði sinn jólasvein á myndrænan hátt og voru nemendur virkilega duglegir að nota allskyns efnivið í myndvinnsluna, eins og sjá má.

Vísurnar sem fylgja hverjum jólasveini eru með á myndinni.

Hér má sjá myndirnar

Hér má sjá myndir úr verkefni um Djáknann á Myrká sem unnið var á síðasta skólaári.

Bestu jólakveðjur,

Nemendur 4.-6. bekkjar, Gunna, Inga og Magdalena.