Gönguferð á Reykjanibbuna

Við erum heppin hvað veðrið hefur verið gott að undanförnu. Í blíðunni lögðum við af stað á Reykjanibbuna með nesti og góða skapið en sáum fljótlega að við misstum af matnum ef við færum alla leið. Í staðinn tíndum við nokkur ber og leituðum að fjallakortum sem falin voru í vörðu og undir steinum út um móa.