Frábær árangur í Skólahreysti

Elías Már, Óliver Már, Bríet Sara, Eydís Eva, 
Aðalheiður og Valdas
Elías Már, Óliver Már, Bríet Sara, Eydís Eva,
Aðalheiður og Valdas

Þriðjudaginn 4. maí fór fram keppni í 1. og 2. riðli í Skólahreysti og fór keppnin fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Húnavallaskóli sendi öflugt lið í keppnina undir styrkri stjórn Sigurveigar íþróttakennara og hafnaði liðið í öðru sæti í sínum riðli. Þetta er besti árangur Húnavallaskóla til þessa og aðeins einu og hálfu stigi frá sigurliðinu.

Keppendur okkar voru:

Aðalheiður Ingvarsdóttir, 9. bekk, armbeygjur og hreystigreip.
Valdas Kaubrys, 10. bekk, upphífingar og dýfur.
Óliver Már Víðirsson, 10. bekk , hraðabraut.
Bríet Sara Sigurðardóttir, 9. bekk, hraðabraut.

Varamenn: Elías Már Víðirsson og Eydís Eva Sigurðardóttir.

Innilega til hamingu við erum ákaflega stolt af ykkur, þið eruð öðrum góð fyrirmynd.

Úrslit