Dagur íslenskrar tungu

Í tilefni af Degi íslenskrar tungu 16. nóvember sem er á morgun laugardag, komu nemendur í leik- og grunnskóla saman á Kjarna.

Hver námshópur kom með 

Magdalena M. Einarsdóttir umsjónarmaður framsagnarkeppninar í Húnavallaskóla stjórnaði dagskránni.

Leikskólanemendur sungu nokkur lög við undirleik Þórunnar Ragnarsdóttur.

Nemendur í 1.-3. bekk sungu nokkur lög og fluttu Guttavísur.

Nemendur í 4.-6. bekk sungu lög ættuð frá Afríku.  

Nemendur 7. og 10. bekkjar lásu upp meðal annars upp úr barnabókum, fluttu rapptexta og brandara.

Glæsileg dagskrá og metnaðarfullir flytjendur.

Dagurinn markar einnig upphaf undirbúnings fyrir framsagnarkeppninna en keppnin verður haldin á Blönduósi 19. mars nk.