Chromebook tölvur fyrir nemendur í 6.-10. bekk

Það má segja að ríkt hafi hátíðarstemning í morgun þegar nemendur í 6. – 10. bekk fengu afhentar chromebook tölvur til afnota í skólanum. Chromebook fartölvur eru litlar, einfaldar og hraðvirkar fartölvur sem henta vel í skólastarfi. Notkun tölvunnar er byggð í kringum skýjalausir þ.e. allt sem nemendur geyma inn á tölvunni er varðveitt inni á Google-hýsingu skólans og er aðgengilegt nemendum hvar sem er.