"Verum ástfangin af lífinu" og "Skapandi skrif"

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heimsótti okkur í dag og hélt námskeið fyrir nemendur í  4. – 10. bekk. Námskeiðið ber nafnið „Skapandi skrif“ og hefur það að markmiði að auka áhuga barna á skapandi skrifum, bókum og bóklestri.

Á morgun mun svo Þorgrímur flytja fyrirlestur fyrir nemendur í 9. og 10. bekk sem hann kallar „Verum ástfangin af lífinu“.