Vasaljósadagur

Í dag var vasaljósadagur á Vallabóli. Við fórum í ævintýraleik með vasaljósunum í morgun og leituðum að öllu því sem týndist í ævintýraskóginum s.s. skónum hennar Öskubusku og hárburstanum hennar Garðabrúðu. Í kapphlaupi við birtuna fundum við alla týndu munina sem verða svo sendir til skógarvarðarinns sem mun koma þeim öllum til skila fyrir okkur.