Í ljósi þess að aðgerðastjórn almannavarna hefur fært hættustigi yfir á neyðarstig á landinu öllu vil ég skerpa aðeins á sóttvörnum sem lúta að skólastarfi.
Áfram er áhersla lögð á handþvott og sprittun allra í skólasamfélaginu.
Nemendur, kennarar og annað starfsfólk sem finna fyrir þeim einkennum sem tengja má við covid 19 komi ekki í skólann.
Aukin áhersla lögð á sótthreinsun og þrif á yfirborðsflötum sem margir snerta.
Matur skammtaður í mötuneyti. Snertifletir í matsal sótthreinsað á milli hópa.
Gestakomur takmarkaðar eins og hægt er. Þeir sem þurfa að koma fari eftir verklagsreglum um sóttvarnir.
Tryggð sé góð loftræsting.
Skólabílstjórar sótthreinsa snertifleti milli ferða.
Sóttvarnaráætlun er í stöðugri endurskoðun og látum við ykkur vita jafnóðum um breytingar sem hugsanlega verða á næstunni.
Einnig hvet ég til að íbúar sveitarfélagsins takmarki eins og kostur er öll ferðalög á höfuðborgarsvæðið og önnur þau svæði sem talin eru útsett fyrir smitum.
Hugum vel að persónulegum sóttvörnum.
Við erum öll almannavarnir.
Kveðja skólastjóri
Húnavatnshrepp 541 Blönduós Sími á skrifstofu: 455 0020 Netfang: skolastjori@hunavallaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Er í vinnslu
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455 0020 / skolastjori@hunavallaskoli.is