Skólasetning

Kæru foreldrar

Húnavallaskóli (grunnskóladeild) verður settur þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13:00. 

Skólastjóri fer yfir upphaf skólaársins og þær breytingar sem verða á starfsmannahópnum og skipulagi skólaársins. Að því loknu taka umsjónarkennarar á móti sínum umsjónarnemendum  í kennslustofum, afhenda stundaskrár og fara yfir fyrirkomulag kennslu.

Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst. 

Vinsamlega virðið þær sóttvarnarreglur sem í gildi eru; handþvott, sprittun, grímunotkun og fjarlægðarmörk. Við erum öll almannavarnir. 

Að þessu sinni verður ekki boðið upp á kaffi og kökur.

Hlökkum til að starfa með ykkur. 

Kveðja starfsfólk