Skíðaferð

Nemendur í 8.- 10. bekk fóru í skíðaferð fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Skíðasvæði Tindastóls varð fyrir valinu og má segja að ferðin hafi verið í alla staði vel heppnuð. Á fimmtudeginum mættu nemendur í skólann, borðuðu morgunmat og útbjuggu sér nesti fyrir daginn og síðan var haldið af stað. Skíðað var fram eftir degi og á heimleiðinni var komið við á B&S. Nemendur gistu svo í skólanum og fóru svo aftur af stað á föstudags morgun. Aðstaðan í Tindastól er frábær og skíðafærið gat ekki verið betra. Jóhanna Stella og Sigurveig fóru með hópnum. Feðgarnir Ingþór og Jóhann Helgi buðu nemendum aksturinn sem er ákaflega rausnarlegt og færum við þeim bestu þakkir fyrir.