Piparkökukaffi og jóladagatal

Í gær buðum við foreldrum í piparkökukaffi á Vallabóli. Góð mæting var og sóttvarnarreglur að sjálfsögðu virtar. Því miður gleymdist alveg að taka myndir. 

Þegar við mættum í leikskólann í gær, 1. desember,  var þetta fína jóladagatal komið upp á vegg. Á hverjum morgni kíkjum við í umslagið og þar eru fyrirmæli um eitthvað skemmtilegt til að gera þann daginn. Í morgun fengum við þau skilaboð að fara upp í skóg og tína köngla.