Leikhúsferð 8. - 10. bekkur

Þjóðleikhúsið bauð nemendum í 8. – 10. bekk á leiksýningu í dag 14. október. Sýningin var í danssal Félagsheimilisins á Blönduósi og var fyrir nemendur skólanna í sýslunni. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir efstu bekki grunnskólans. Höfundur verksins er Matthías Tryggvi Haraldsson en leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson.

Verkið er spennandi hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna  Youtube. Þar eru Konráð og Sirrý að flytja alheiminum mikilvæg skilaboð í von um að verða heimsfræg, eða allavega að geta bjargað einhverjum unglingi á Austfjörðum. En kannski snýst þetta, ómeðvitað, meira um að fá viðurkenningu frá hinum krökkunum í skólanum.

leikhus