Jóladagatalið á Vallabóli

Allir dressaðir eftir fýlupokaleikinn.
Allir dressaðir eftir fýlupokaleikinn.

Á hverjum morgni bíða allir spenntir eftir að við kíkjum í jóladagatalið okkar en í gær fengum við að búa til þrautabraut sem vakti mikla lukku. Í dag fórum við í fýlupokaleik og dönsuðum fýlupokadansinn á eftir. 

Við frestuðum jólafatadeginum sem vera átti í dag fram á föstudag og þá mega allir mæta í jólapeysu, jólakjól, jólasokkum, jólahúfu eða bara einhverju því sem ykkur dettur í hug. Rautt er jóla-jóla :)