Hollusta, hreyfing og hvíld.

Lagt af stað í Ólympíuhlaup ÍSÍ
Lagt af stað í Ólympíuhlaup ÍSÍ

Fyrsta lota skólaársins ber yfirskriftina Hollusta, hreyfing og hvíld. Nemendur hafa unnið að verkefnum sem tengjast viðfangsefninu. Nemendur fara í göngutúr á hverjum degi og höfum við skráð skólann í átakið Göngum í skólann en þó svo að við getum ekki gengið í skólann þá getum við tekið þátt með því að ganga á skólatíma. 1. september gengu nemendur á Reykjanibbuna og 18 nemendur fóru alla leið á toppinn. Í gær miðvikudag tóku nemendur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem er nýtt nafn á Norræna skólahlaupinu.

Með Ólympíuhlaupi ÍSÍ er leitast við að hvetja nemendur skólanna til þess að hreyfa sig reglulega og stuðla þannig að betri heilsu og vellíðan. Hlaupið er með sama sniði og geta nemendur valið á milli vegalengdanna 2,5 km, 5 og 10 km. Mikill kraftur var í nemendum Húnavallaskóla og fóru 21 10 km. Nú eru búningsklefarnir að verða klárir og verður hægt að nota þá í næstu viku.