Hinsegin fræðsla

Það er oft sagt að fordómar byggi á vanþekkingu. Þekking á hinsegin málum er því mikilvægur þáttur í að uppræta fordóma í samfélaginu.
Næstkomandi þriðjudag munu Ástrós Erla félagsráðgjafi frá Samtökunum 78 heimsækja okkur í Húnavallaskóla og fræða nemendur. Hún mun einnig heimsækja aðra skóla í Húnavatnssýslum.
Einnig er boðið upp á fræðsluerindi fyrir foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla í Húnavatnshrepps.
Fræðsluerindið fer fram í Húnavallaskóla, þriðjudaginn 26. október kl. 20:00.
Allir íbúar Húnavatnshrepps eru velkomnir.