Góð heimsókn

Í vikunni fengu elstu börnin á Vallabóli góða heimsókn frá slökkviliðinu. Arnar og Ingvar komu og fræddu þau um eldvarnir heima og í leikskóla, gengu um bygginguna og skoðuðu hvað mætti betur fara. Krakkarnir fengu rauð vesti og voru virkjuð sem "aðstoðarmenn slökkviliðsins" og eiga að sinna þessu verkefni einu sinni í mánuði.