Námskynning og fyrirlestur

Mánudaginn 21. september var námskynning fyrir foreldra þar sem kennarar kynntu námsfyrirkomulag vetrarins. 

Að því loknu flutti Þórhildur Helga Þorleifsdóttir M.ed.  fyrirlestur um teymiskennslu og breytta kennsluhætti. Þórhildur Helga hefur starfað við grunnskóla í rúm 30 ár sem kennari og skólastjórnandi og hefur sérhæft sig í teymiskennslu og skipulagningu hennar. Hún er nú  kennsluráðgjafi hjá Kópavogsbæ. Góður fyrirlestur sem hvetur okkur áfram í vinnu okkar við að þróa skólastarfið og gera góðan skóla betri. 

Við þökkum þeim sem sáu sér fært að mæta kærlega fyrir komuna.