Rit- og myndhöfundarnir Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir heimsóttu okkur í dag og sögðu frá því hvernig þær vinna við sköpun bóka í orðum og myndum. Nemendur fengu að kynnast fjölbreyttum og skapandi aðferðum við að setja saman sögu og myndir.
Heimsókn þeirra var á vegum verkefnisins List fyrir alla.
List fyrir alla er ætlað að velja og miðla listviðburðum til barna og ungmenna um land allt og jafna þannig aðgengi barna á grunnskólaaldri að fjölbreyttum og vönduðum listviðburðum óháð búsetu og efnahag. Höfuðáhersla er lögð á list fyrir börn og list með börnum.
Húnavatnshrepp 541 Blönduós Sími á skrifstofu: 455 0020 Netfang: skolastjori@hunavallaskoli.is |
Skrifstofa skólans er opin frá |
Er í vinnslu
Tilkynningar um leyfi eða veikindi nemenda: 455 0020 / skolastjori@hunavallaskoli.is