Búningadagur á Vallabóli

Í dag var búningadagur á Vallabóli. Margar furðuverur mættu á svæðið og við dönsuðum af okkur tærnar á búningaballinu sem við héldum en Sigga Beinteins hélt uppi stuðinu eins og henni einni er lagið.

Myndin er af eldri hópnum en því miður vantaði okkur tvo meistara.