Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla bæði í leik- og grunnskóla

Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla bæði í leik- og grunnskóla á morgun mánudaginn 7. febrúar vegna slæmrar veðurspár.
Aðgerðastjórn umdæmisins hefur verið virkjuð vegna fyrirhugaðs óveðurs aðfaranótt mánudags. Appelsínugul veðurviðvörun er fyrir allt landið og allar líkur eru á að hættustigi almannavarna verði lýst yfir á öllu landinu.
Reikna má með að flestir vegir verði ófærir og er óvíst hvernig verður með færð á þriðjudaginn.
Vinsamlega fylgist með tilkynningum frá skólanum síðdegis á morgun.