Fréttir

Jólakveðja

Þessir félagar horfðu saman á "Jólaósk Önnu Bellu" og óska ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs fyrir hönd okkar á Vallabóli. Sjáumst hress og kát á nýju ári
Lesa meira

Jóladagatalið á Vallabóli

Á hverjum morgni bíða allir spenntir eftir að við kíkjum í jóladagatalið okkar en í gær fengum við að búa til þrautabraut sem vakti mikla lukku. Í dag fórum við í fýlupokaleik og dönsuðum fýlupokadansinn á eftir. Við frestuðum jólafatadeginum sem vera átti í dag fram á föstudag og þá mega allir mæta í jólapeysu, jólakjól, jólasokkum, jólahúfu eða bara einhverju því sem ykkur dettur í hug. Rautt er jóla-jóla :)
Lesa meira

Piparkökukaffi og jóladagatal

Í gær buðum við foreldrum í piparkökukaffi á Vallabóli. Góð mæting var og sóttvarnarreglur að sjálfsögðu virtar. Því miður gleymdist alveg að taka myndir. Þegar við mættum í leikskólann í gær, 1. desember, var þetta fína jóladagatal komið upp á vegg. Á hverjum morgni kíkjum við í umslagið og þar eru fyrirmæli um eitthvað skemmtilegt til að gera þann daginn. Í morgun fengum við þau skilaboð að fara upp í skóg og tína köngla.
Lesa meira

Góð heimsókn

Í vikunni fengu elstu börnin á Vallabóli góða heimsókn frá slökkviliðinu. Arnar og Ingvar komu og fræddu þau um eldvarnir heima og í leikskóla, gengu um bygginguna og skoðuðu hvað mætti betur fara. Krakkarnir fengu rauð vesti og voru virkjuð sem "aðstoðarmenn slökkviliðsins" og eiga að sinna þessu verkefni einu sinni í mánuði.
Lesa meira

Piparkökukaffi á Vallabóli

Kæru foreldrar á Vallabóli Við erum búin að baka og skreyta piparkökur á Vallabóli en á morgun, miðvikudaginn 1. desember, verður piparkökukaffi fyrir foreldra. Kaffið verður á milli 14:30 og 15:10. Allir eru beðnir að huga vel að eigin sóttvörnum og mæta með grímu. Vonandi sjáið þið ykkur fært að koma og eiga ánægjustund með okkur í jólaundirbúningnum. Kveðja Þórunn
Lesa meira

Árshátíð Húnavallaskóla frestað

Sú ákvörðun var tekin í morgun af nemendum og kennurum í eldri hóp að fresta árshátíðinni fram í janúar. Teljum við að margir mundu setja hraðpóf fyrir sig og því má reikna með að færri sæju sér fært að mæta. Við hér í skólanum, jafnt kennarar sem nemendur erum svekt og súr yfir þessari stöðu en þetta er eitt af því sem við getum ekki stjórnað. Því reynum við að taka þessu af ærðuleysi og með jákvæðu hugarfari með von um að við getum látið ljós okkar skína síðar. Nemendur taka þessa viku í undirbúning og verða því tilbúnir þegar færi gefst. Nú er bara að vona það besta.
Lesa meira

Vasaljósadagur

Í dag var vasaljósadagur á Vallabóli. Við fórum í ævintýraleik með vasaljósunum í morgun og leituðum að öllu því sem týndist í ævintýraskóginum s.s. skónum hennar Öskubusku og hárburstanum hennar Garðabrúðu. Í kapphlaupi við birtuna fundum við alla týndu munina sem verða svo sendir til skógarvarðarinns sem mun koma þeim öllum til skila fyrir okkur.
Lesa meira

Valgreinadagur í Blönduskóla 15. október 2021

Föstudaginn 15. október var valgreinadagur unglinga í 8. - 10. bekk haldinn í Blönduskóla. Þangað voru mættir 65 unglingar frá Blönduskóla, Höfðaskóla og Húnavallaskóla. Dagskráin hófst kl. 13:00 og stóð til kl. 21:00 Nemendur höfðu fyrirfram valið sér tvær smiðjur til að taka þátt í og voru í hvorri smiðju í þrjár klukkustundir. Pitsuhlaðborð var upp á B&S milli smiðja og í lokin hittust allir í félagsmiðstöðinni Skjólinu. Margar og fjölbreyttar smiðjur voru í boði fyrir unglingana; brjóstsykursgerð, dúkristuþrykk, forritun, frisbígolf, hár og förðun, heilsuefling, sig í kletta, standbretti, tie dye og prentun og útieldun. Dagurinn heppnaðist í alla staði mjög vel.
Lesa meira

Hinsegin fræðsla

Það er oft sagt að fordómar byggi á vanþekkingu. Þekking á hinsegin málum er því mikilvægur þáttur í að uppræta fordóma í samfélaginu. Næstkomandi þriðjudag munu Ástrós Erla félagsráðgjafi frá Samtökunum 78 heimsækja okkur í Húnavallaskóla og fræða nemendur. Hún mun einnig heimsækja aðra skóla í Húnavatnssýslum. Einnig er boðið upp á fræðsluerindi fyrir foreldra og starfsfólks leik- og grunnskóla í Húnavatnshrepps. Fræðsluerindið fer fram í Húnavallaskóla, þriðjudaginn 26. október kl. 20:00. Allir íbúar Húnavatnshrepps eru velkomnir.
Lesa meira

Leikhúsferð 8. - 10. bekkur

Þjóðleikhúsið bauð nemendum í 8. – 10. bekk á leiksýningu í dag 14. október. Sýningin var í danssal Félagsheimilisins á Blönduósi og var fyrir nemendur í Höfðaskóa, Blönduskóla og Húnavallaskóla. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir efstu bekki grunnskólans. Höfundur verksins er Matthías Tryggvi Haraldsson en leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Verkið er spennandi hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube. Þar eru Konráð og Sirrý að flytja alheiminum mikilvæg skilaboð í von um að verða heimsfræg, eða allavega að geta bjargað einhverjum unglingi á Austfjörðum. En kannski snýst þetta, ómeðvitað, meira um að fá viðurkenningu frá hinum krökkunum í skólanum.
Lesa meira