Fréttir

Valgreinahelgi fellur niður

Grunnskólarnir í Austur- og Vestur Húnavatnssýslum hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að fella niður valgreinahelgi hjá 8. - 10. bekk 16. og 17. október. Þetta er gert vegna sóttavarnaráðstafana og í samræmi við hvatningu Almannavarna.
Lesa meira

Smitvarnir í leik- og grunnskóla

Í ljósi þess að aðgerðastjórn almannavarna hefur fært hættustigi yfir á neyðarstig á landinu öllu vil ég skerpa aðeins á sóttvörnum sem lúta að skólastarfi.
Lesa meira

Námskynning og fyrirlestur

Mánudaginn 21. september var námskynning fyrir foreldra þar sem kennarar kynntu námsfyrirkomulag vetrarins. Að því loknu flutti Þórhildur Helga Þorleifsdóttir M.ed. fyrirlestur um teymiskennslu og breytta kennsluhætti.
Lesa meira

Hnýtum hugarflugur

Rit- og myndhöfundarnir Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir heimsóttu okkur í dag og sögðu frá því hvernig þær vinna við sköpun bóka í orðum og myndum. Nemendur fengu að kynnast fjölbreyttum og skapandi aðferðum við að setja saman sögu og myndir.
Lesa meira

Hollusta, hreyfing og hvíld.

Fyrsta lota skólaársins ber yfirskriftina Hollusta, hreyfing og hvíld. Nemendur hafa unnið að verkefnum sem tengjast viðfangsefninu. Nemendur fara í göngutúr á hverjum degi og höfum við skráð skólann í átakið Göngum í skólann en þó svo að við getum ekki gengið í skólann þá getum við tekið þátt með því að ganga á skólatíma. 1. september gengu nemendur á Reykjanibbuna og 18 nemendur fóru alla leið á toppinn. Í gær miðvikudag tóku nemendur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem er nýtt nafn á Norræna skólahlaupinu.
Lesa meira

Skólasetning 25. ágúst kl. 13:00

Skólasetning Húnavallaskóli (grunnskóladeild) verður settur þriðjudaginn 25. ágúst kl. 13:00. Að þessu sinn verður skólasetningin með aðeins öðru sniði en verið hefur. Mælst er til þess að aðeins annað foreldrið komi með barni/börnum sínu/sínum. Skólastjóri fer yfir upphaf skólaársins og þær breytingar sem verða á starfsmannahópnum og skipulagi skólaársins. Að því loknu taka umsjónarkennarar á móti sínum umsjónarnemendum í kennslustofum, afhenda stundaskrár og fara yfir fyrirkomulag kennslu. Kennsla hefst svo samkvæmt stundarskrá miðvikudaginn 26. ágúst. Vinsamlega virðið þær sóttvarnarreglur sem í gildi eru; handþvott, sprittun og fjarlægðarmörk. Við erum öll almannavarnir. Að þessu sinni verður ekki boðið upp á kaffi og kökur. Hlökkum til að starfa með ykkur. Kveðja starfsfólk
Lesa meira

Páskafrí

Starfsfólk Húnavallaskóla óskar ykkur öllum gleðilegra páska.
Lesa meira

Lausnamiðuð kennsla

Á þessum lausnamiðuðu tímum eru kennarar Húnavallaskóla að leita allra leiða við að halda nemendum við námið hvort sem þeir eru heima eða í skólanum. Í morgun, eins og alla föstudaga, var stærðfræði með kennsluaðferð sem byggir á hugmyndum kanadíska stærðfræðimenntafræðingsins Peter Liljedahl.
Lesa meira

Starfsdagur í leik- og grunnskóla mánudaginn 16. mars

Eins og komið hefur fram í fjölmiðlum í gær hefur heilbrigðisráðherra ákveðið að virkja heimildir sóttvarnalaga sem felur m.a. í sér að skólahald verður takmarkað tímabundið. Nánari útfærslur verða unnar samkvæmt tilmælum stjórnvalda.
Lesa meira