Fréttir

Gönguferð á Reykjanibbuna

Við erum heppin hvað veðrið hefur verið gott að undanförnu. Í blíðunni lögðum við af stað á Reykjanibbuna með nesti og góða skapið en sáum fljótlega að við misstum af matnum ef við færum alla leið. Í staðinn tíndum við nokkur ber og leituðum að fjallakortum sem falin voru í vörðu og undir steinum út um móa.
Lesa meira

Chromebook tölvur fyrir nemendur í 6.-10. bekk

Það má segja að ríkt hafi hátíðarstemning í morgun þegar nemendur í 6. – 10. bekk fengu afhentar chromebook tölvur til afnota í skólanum. Chromebook fartölvur eru litlar, einfaldar og hraðvirkar fartölvur sem henta vel í skólastarfi. Notkun tölvunnar er byggð í kringum skýjalausir þ.e. allt sem nemendur geyma inn á tölvunni er varðveitt inni á Google-hýsingu skólans og er aðgengilegt nemendum hvar sem er.
Lesa meira

Listakot Dóru heimsótt

Nemendur grunnskólans heimsóttu Listakot Dóru síðast liðinn fimmtudag. Þar stóð yfir sýningin „Þórdís fyrsti Húnavetningurinn“. Sýningin var samsýning 13 listamanna sem túlka sína sýn á fæðingu Þórdísar en hún fæddist syðst í Vatnsdalshólunum á Hörpu 895. Dóra tók vel á móti nemendum og fræddi þau um sýninguna.
Lesa meira

Skólasetning

Kæru foreldrar Húnavallaskóli (grunnskóladeild) verður settur þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13:00. Skólastjóri fer yfir upphaf skólaársins og þær breytingar sem verða á starfsmannahópnum og skipulagi skólaársins. Að því loknu taka umsjónarkennarar á móti sínum umsjónarnemendum í kennslustofum, afhenda stundaskrár og fara yfir fyrirkomulag kennslu. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst. Vinsamlega virðið þær sóttvarnarreglur sem í gildi eru; handþvott, sprittun, grímunotkun og fjarlægðarmörk. Við erum öll almannavarnir. Að þessu sinni verður ekki boðið upp á kaffi og kökur. Hlökkum til að starfa með ykkur. Kveðja starfsfólk
Lesa meira

Laus staða umsjónarkennara til eins árs

Laus eru til umsóknar staða umsjónarkennara í 1.- 5. bekk við Húnavallaskóla frá 1. ágúst 2021 til 31. júlí 2022. Um er að ræða. 100% stöðu til eins árs vegna leyfis. Meðal kennslugreina er almenn kennsla í 1. – 5. bekk sem og dönskukennsla í 7. – 10. bekk.
Lesa meira

Skólaslit

Húnavallaskóla verður slitið við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 27. maí kl. 14:00. Kveðja, skólastjóri
Lesa meira

Frábær árangur í Skólahreysti

Þriðjudaginn 4. maí fór fram keppni í 1. og 2. riðli í Skólahreysti og fór keppnin fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Húnavallaskóli sendi öflugt lið í keppnina undir styrkri stjórn Sigurveigar íþróttakennara og hafnaði liðið í öðru sæti í sínum riðli. Þetta er besti árangur Húnavallaskóla til þessa og aðeins einu og hálfu stigi frá sigurliðinu.
Lesa meira

Skíðaferð

Nemendur í 8.- 10. bekk fóru í skíðaferð fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Skíðasvæði Tindastóls varð fyrir valinu og má segja að ferðin hafi verið í alla staði vel heppnuð. Á fimmtudeginum mættu nemendur í skólann, borðuðu morgunmat og útbjuggu sér nesti fyrir daginn og síðan var haldið af stað. Skíðað var fram eftir degi og á heimleiðinni var komið við á B&S. Nemendur gistu svo í skólanum og fóru svo aftur af stað á föstudags morgun. Aðstaðan í Tindastól er frábær og skíðafærið gat ekki verið betra. Jóhanna Stella og Sigurveig fóru með hópnum. Feðgarnir Ingþór og Jóhann Helgi buðu nemendum aksturinn sem er ákaflega rausnarlegt og færum við þeim bestu þakkir fyrir.
Lesa meira

Öskudagur

Nemendur mæta í skólann kl. 9:30 og að sjálfsögðu í búningum en athugið að það er enginn morgunmatur í skólanum. Fyrir hádegi verður kennsla með óhefðbundnu sniði og ýmislegt gert sem tengist öskudeginum. Eftir hádegi eða kl. 13:00 verður kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað í íþróttasal. Eldri nemendur leikskólans taka þátt í dagskránni eftir hádegi. Kaffi kl. 14:00 og síðan mun dansinn duna. Vegna sóttvarnareglna getum við því miður ekki boðið foreldrum að taka þátt eins og hefð er fyrir. Skólaakstur: Bílar verða við skóla 9:30 eða klukkustund seinna en venjulega. Heimferð er kl. 15:10
Lesa meira

Valgreinahelgi fellur niður

Grunnskólarnir í Austur- og Vestur Húnavatnssýslum hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að fella niður valgreinahelgi hjá 8. - 10. bekk 16. og 17. október. Þetta er gert vegna sóttavarnaráðstafana og í samræmi við hvatningu Almannavarna.
Lesa meira