Fréttir

Skólaslit 2022

Skólaslit Húnavallaskóla 2022
Lesa meira

Bingó

Miðvikudaginn 20. apríl, er loksins komið að því að 8., 9. og 10. bekkur Húnavallaskóla, halda hið árlega stórBINGÓ í íþróttasal skólans! Húsið opnar klukkan 19:30 og byrjað verður að spila klukkan 20:00. Miðaverð: 16 ára og eldri - 3000 kr. 7 – 15 ára - 1000 kr. Ókeypis fyrir börn 6 ára og yngri Aukaspjöld kosta 300 kr
Lesa meira

Árshátíð Húnavallaskóla - 25. mars

Árshátíð Húnavallaskóla - 25. mars
Lesa meira

Allt skólahald fellur niður í dag mánudaginn 14. mars

Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla bæði í leik- og grunnskóla í dag mánudaginn 14. mars vegna slæmrar veðurspár. Appelsínugul viðvörun er á okkar landshluta frá kl. 12:00 - 22:00. Tekið af veður.is: Sunnan og suðaustan 23-28 m/s. Búast má við mjög hvössum og varhugaverðum vindhviðum við fjöll, staðbundið yfir 40 m/s. Víðtækar samgöngutruflanir líklegar og ekkert ferðaveður er á meðan viðvörunin er í gildi. Nauðsynlegt er að tryggja lausamuni til að fyrirbyggja foktjón og er fólki bent á að sýna varkárni og fylgjast með veðurspám.
Lesa meira

Skólahald fellur niður

Skólahald í grunnskólanum fellur niður í dag vegna veðurs. Leikskólinn verður opinn, vegna veikinda og forfalla starfsmanna verður undirmannað þar í dag. Foreldrar leikskólabarna eru beðnir um að láta vita um mætingu.
Lesa meira

Öskudagur 2022

Nemendur mæta í skólann kl. 9:30 og að sjálfsögðu í búningum (ath. enginn morgunmatur). Óbreyttur opnunartími á leikskólanum. Fyrir hádegi verður kennsla með óhefðbundnu sniði og ýmislegt gert sem tengist öskudeginum. Eftir hádegi eða kl. 13:00 verður kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað í íþróttasal. Nemendur í eldri hóp leikskólans verða með í dagskránni e.h. Kaffi kl. 14:00 og síðan mun dansinn duna. Heimferð skólabíla er kl. 15:00 Foreldrum og systkinum er velkomið að taka þátt í dagskránni eftir hádegi Kveðja skólastjóri
Lesa meira

Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla bæði í leik- og grunnskóla

Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla bæði í leik- og grunnskóla á morgun mánudaginn 7. febrúar vegna slæmrar veðurspár. Aðgerðastjórn umdæmisins hefur verið virkjuð vegna fyrirhugaðs óveðurs aðfaranótt mánudags. Appelsínugul veðurviðvörun er fyrir allt landið og allar líkur eru á að hættustigi almannavarna verði lýst yfir á öllu landinu. Reikna má með að flestir vegir verði ófærir og er óvíst hvernig verður með færð á þriðjudaginn. Vinsamlega fylgist með tilkynningum frá skólanum síðdegis á morgun.
Lesa meira

Jólakveðja

Þessir félagar horfðu saman á "Jólaósk Önnu Bellu" og óska ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs fyrir hönd okkar á Vallabóli. Sjáumst hress og kát á nýju ári
Lesa meira

Jóladagatalið á Vallabóli

Á hverjum morgni bíða allir spenntir eftir að við kíkjum í jóladagatalið okkar en í gær fengum við að búa til þrautabraut sem vakti mikla lukku. Í dag fórum við í fýlupokaleik og dönsuðum fýlupokadansinn á eftir. Við frestuðum jólafatadeginum sem vera átti í dag fram á föstudag og þá mega allir mæta í jólapeysu, jólakjól, jólasokkum, jólahúfu eða bara einhverju því sem ykkur dettur í hug. Rautt er jóla-jóla :)
Lesa meira