Baráttudagur gegn einelti

Dagurinn 8. nóvember ár hvert er helgaður baráttunni gegn einelti í skólum. Á þessum degi eru jákvæð samskipti í fyrirrúmi og er skólasamfélagið hvatt til að taka höndum saman gegn einelti.

Í dag ræddu nemendur og starfsmenn í Húnavallaskóla um einelti og um hvaða við getum gert til að bæta samskipti og koma í veg fyrir að einelti eigi sér stað. 

Allir skrifuðu síðan hvatningarorð á renninga sem voru tengdir saman í keðju, þeir eldri aðstoðuðu þá yngri.