Fréttir

Leikhúsferð 8. - 10. bekkur

Þjóðleikhúsið bauð nemendum í 8. – 10. bekk á leiksýningu í dag 14. október. Sýningin var í danssal Félagsheimilisins á Blönduósi og var fyrir nemendur í Höfðaskóa, Blönduskóla og Húnavallaskóla. Verkið er skrifað sérstaklega fyrir efstu bekki grunnskólans. Höfundur verksins er Matthías Tryggvi Haraldsson en leikstjóri er Björn Ingi Hilmarsson. Verkið er spennandi hugleiðing um vináttu, misgóðar forvarnir og myndbandsveituna Youtube. Þar eru Konráð og Sirrý að flytja alheiminum mikilvæg skilaboð í von um að verða heimsfræg, eða allavega að geta bjargað einhverjum unglingi á Austfjörðum. En kannski snýst þetta, ómeðvitað, meira um að fá viðurkenningu frá hinum krökkunum í skólanum.
Lesa meira

Búningadagur á Vallabóli

Í dag var búningadagur á Vallabóli. Margar furðuverur mættu á svæðið og við dönsuðum af okkur tærnar á búningaballinu sem við héldum en Sigga Beinteins hélt uppi stuðinu eins og henni einni er lagið. Myndin er af eldri hópnum en því miður vantaði okkur tvo meistara.
Lesa meira

Lærdómssamfélagið í A-Hún - þróunarverkefni í leik- og grunnskólum

Starfsmenn leik- og grunnskóla í Austur Húnavatnssýslu taka nú þátt í þróunarverkefninu Lærdómssamfélagið í A-Hún. sem Anna Kristín Sigurðardóttir prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands leiðir. Verkefnið er styrkt af Sprotasjóði og er markmiðið að efla faglegt samstarf, starfsþróun og gagnvirkt nám og skapa menningu sem hvetur og viðheldur stöðugu námi meðal starfsfólks leik- og grunnskóla til að efla nám nemenda. Haldið var hálfsdags námskeið í ágúst á TEAMS en síðari hluti námskeiðs var haldið í Blönduskóla þann 6. október síðastliðinn. Kennarar og starfsmenn skóla munu starfa í lærdómssamfélagsteymum þvert á alla skóla í vetur þar sem unnið verður út frá heimsmarkmiðum Sameinuðu Þjóðanna. Áætlað er að halda uppskeruhátíð með öllu starfsfólki skólanna vorið 2022.
Lesa meira

Allt skólahald fellur á morgun

Allt skólahald fellur niður í Húnavallaskóla bæði í leik- og grunnskóla á morgun þriðjudaginn 28. september vegna slæmrar veðurspár.
Lesa meira

Fyrsti snjórinn í vikunni

Veturinn minnir á sig þessa dagana við mikinn fögnuð og spenning hjá yngri kynslóðinni en við, þessi eldri, erum frekar ósátt og finnst þetta allt of snemmt. Þessi örfáu snjókorn sem komu á leikskólalóðina voru nýtt upp til agna og kvörtuðu sumir yfir því að þetta væri ekki nógur snjór (dæmi hver fyrir sig).
Lesa meira

Gönguferð á Reykjanibbuna

Við erum heppin hvað veðrið hefur verið gott að undanförnu. Í blíðunni lögðum við af stað á Reykjanibbuna með nesti og góða skapið en sáum fljótlega að við misstum af matnum ef við færum alla leið. Í staðinn tíndum við nokkur ber og leituðum að fjallakortum sem falin voru í vörðu og undir steinum út um móa.
Lesa meira

Chromebook tölvur fyrir nemendur í 6.-10. bekk

Það má segja að ríkt hafi hátíðarstemning í morgun þegar nemendur í 6. – 10. bekk fengu afhentar chromebook tölvur til afnota í skólanum. Chromebook fartölvur eru litlar, einfaldar og hraðvirkar fartölvur sem henta vel í skólastarfi. Notkun tölvunnar er byggð í kringum skýjalausir þ.e. allt sem nemendur geyma inn á tölvunni er varðveitt inni á Google-hýsingu skólans og er aðgengilegt nemendum hvar sem er.
Lesa meira

Listakot Dóru heimsótt

Nemendur grunnskólans heimsóttu Listakot Dóru síðast liðinn fimmtudag. Þar stóð yfir sýningin „Þórdís fyrsti Húnavetningurinn“. Sýningin var samsýning 13 listamanna sem túlka sína sýn á fæðingu Þórdísar en hún fæddist syðst í Vatnsdalshólunum á Hörpu 895. Dóra tók vel á móti nemendum og fræddi þau um sýninguna.
Lesa meira

Skólasetning

Kæru foreldrar Húnavallaskóli (grunnskóladeild) verður settur þriðjudaginn 24. ágúst kl. 13:00. Skólastjóri fer yfir upphaf skólaársins og þær breytingar sem verða á starfsmannahópnum og skipulagi skólaársins. Að því loknu taka umsjónarkennarar á móti sínum umsjónarnemendum í kennslustofum, afhenda stundaskrár og fara yfir fyrirkomulag kennslu. Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá miðvikudaginn 25. ágúst. Vinsamlega virðið þær sóttvarnarreglur sem í gildi eru; handþvott, sprittun, grímunotkun og fjarlægðarmörk. Við erum öll almannavarnir. Að þessu sinni verður ekki boðið upp á kaffi og kökur. Hlökkum til að starfa með ykkur. Kveðja starfsfólk
Lesa meira

Laus staða umsjónarkennara til eins árs

Laus eru til umsóknar staða umsjónarkennara í 1.- 5. bekk við Húnavallaskóla frá 1. ágúst 2021 til 31. júlí 2022. Um er að ræða. 100% stöðu til eins árs vegna leyfis. Meðal kennslugreina er almenn kennsla í 1. – 5. bekk sem og dönskukennsla í 7. – 10. bekk.
Lesa meira