Fréttir

Laus staða umsjónarkennara til eins árs

Laus eru til umsóknar staða umsjónarkennara í 1.- 5. bekk við Húnavallaskóla frá 1. ágúst 2021 til 31. júlí 2022. Um er að ræða. 100% stöðu til eins árs vegna leyfis. Meðal kennslugreina er almenn kennsla í 1. – 5. bekk sem og dönskukennsla í 7. – 10. bekk.
Lesa meira

Skólaslit

Húnavallaskóla verður slitið við hátíðlega athöfn fimmtudaginn 27. maí kl. 14:00. Kveðja, skólastjóri
Lesa meira

Frábær árangur í Skólahreysti

Þriðjudaginn 4. maí fór fram keppni í 1. og 2. riðli í Skólahreysti og fór keppnin fram í íþróttahöllinni á Akureyri. Húnavallaskóli sendi öflugt lið í keppnina undir styrkri stjórn Sigurveigar íþróttakennara og hafnaði liðið í öðru sæti í sínum riðli. Þetta er besti árangur Húnavallaskóla til þessa og aðeins einu og hálfu stigi frá sigurliðinu.
Lesa meira

Skíðaferð

Nemendur í 8.- 10. bekk fóru í skíðaferð fimmtudag og föstudag í síðustu viku. Skíðasvæði Tindastóls varð fyrir valinu og má segja að ferðin hafi verið í alla staði vel heppnuð. Á fimmtudeginum mættu nemendur í skólann, borðuðu morgunmat og útbjuggu sér nesti fyrir daginn og síðan var haldið af stað. Skíðað var fram eftir degi og á heimleiðinni var komið við á B&S. Nemendur gistu svo í skólanum og fóru svo aftur af stað á föstudags morgun. Aðstaðan í Tindastól er frábær og skíðafærið gat ekki verið betra. Jóhanna Stella og Sigurveig fóru með hópnum. Feðgarnir Ingþór og Jóhann Helgi buðu nemendum aksturinn sem er ákaflega rausnarlegt og færum við þeim bestu þakkir fyrir.
Lesa meira

Öskudagur

Nemendur mæta í skólann kl. 9:30 og að sjálfsögðu í búningum en athugið að það er enginn morgunmatur í skólanum. Fyrir hádegi verður kennsla með óhefðbundnu sniði og ýmislegt gert sem tengist öskudeginum. Eftir hádegi eða kl. 13:00 verður kötturinn sleginn úr tunnunni og marserað í íþróttasal. Eldri nemendur leikskólans taka þátt í dagskránni eftir hádegi. Kaffi kl. 14:00 og síðan mun dansinn duna. Vegna sóttvarnareglna getum við því miður ekki boðið foreldrum að taka þátt eins og hefð er fyrir. Skólaakstur: Bílar verða við skóla 9:30 eða klukkustund seinna en venjulega. Heimferð er kl. 15:10
Lesa meira

Valgreinahelgi fellur niður

Grunnskólarnir í Austur- og Vestur Húnavatnssýslum hafa tekið sameiginlega ákvörðun um að fella niður valgreinahelgi hjá 8. - 10. bekk 16. og 17. október. Þetta er gert vegna sóttavarnaráðstafana og í samræmi við hvatningu Almannavarna.
Lesa meira

Smitvarnir í leik- og grunnskóla

Í ljósi þess að aðgerðastjórn almannavarna hefur fært hættustigi yfir á neyðarstig á landinu öllu vil ég skerpa aðeins á sóttvörnum sem lúta að skólastarfi.
Lesa meira

Námskynning og fyrirlestur

Mánudaginn 21. september var námskynning fyrir foreldra þar sem kennarar kynntu námsfyrirkomulag vetrarins. Að því loknu flutti Þórhildur Helga Þorleifsdóttir M.ed. fyrirlestur um teymiskennslu og breytta kennsluhætti.
Lesa meira

Hnýtum hugarflugur

Rit- og myndhöfundarnir Linda Ólafsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir heimsóttu okkur í dag og sögðu frá því hvernig þær vinna við sköpun bóka í orðum og myndum. Nemendur fengu að kynnast fjölbreyttum og skapandi aðferðum við að setja saman sögu og myndir.
Lesa meira

Hollusta, hreyfing og hvíld.

Fyrsta lota skólaársins ber yfirskriftina Hollusta, hreyfing og hvíld. Nemendur hafa unnið að verkefnum sem tengjast viðfangsefninu. Nemendur fara í göngutúr á hverjum degi og höfum við skráð skólann í átakið Göngum í skólann en þó svo að við getum ekki gengið í skólann þá getum við tekið þátt með því að ganga á skólatíma. 1. september gengu nemendur á Reykjanibbuna og 18 nemendur fóru alla leið á toppinn. Í gær miðvikudag tóku nemendur þátt í Ólympíuhlaupi ÍSÍ sem er nýtt nafn á Norræna skólahlaupinu.
Lesa meira