Foreldrar

Foreldrafélag Húnavallaskóla var stofnað þann 12. janúar 1996. Markmið þess er að vera tengiliður milli heimilanna og skólans, þannig að foreldrar geti komið með skoðanir sínar og hugsanlega verkefni inn á þennan vettvang.

Foreldrafélagið getur haft frumkvæðið að öllu því sem getur orðið til hagsbóta fyrir skólastarfið, t.d. með fyrirlestrum, vettvangsferðum og öðru kynningarstarfi, svo sem fréttabréfum.

Foreldrafélag stuðlar að almennri þátttöku foreldra í skólastarfinu, og má þar nefna sem dæmi árshátíð og bingó (félagsstarf), þema og hópverkefni, skólaferðalög og hvaðeina annað sem foreldrum þykir brýnt á hverjum tíma og er til hagsbóta fyrir skólastarfið eins og áður segir.

Starf foreldrafélagsins byggist að miklu leyti upp á bekkjarstarfinu, og vísast í 6. greina laga félagsins hvað það snertir. Samstarf foreldra hlýtur að vera einn af föstum punktum í skólastarfi, ef vel á að vera.

Reglur foreldrafélagsins

Stefna-makmið-starfssvið

Bekkjarfulltrúar

Skólaráð

Heimili og skóli

Saft