Fréttir

08.04.2019

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi var haldin fimmtudaginn 4. apríl. Húnavallaskóli sá um lokahátíðina að þessu sinni. Þrír keppendur komu frá hverjum skóla, þ.e. Blönduskóla, Húnavallskóla, Höfðaskóla og Grunnskóla Húnaþings vestra. Forkeppni er haldin í hverjum skóla fyrir sig og mæta því þrír bestu úr hverjum skóla í lokakeppnina. Óhætt er að segja að allir keppendur hafi staðið sig vel og settu dómnefndina í talsverðan vanda því erfitt var að velja úr.
20.03.2019

Forkeppni fyrir Skólahreysti 2019

Mánudaginn 18. mars fór fram forkeppni fyrir Skólahreysti hér í Húnavallaskóla. Það voru nemendur í 8.- 10. bekk sem kepptu um hver færi fyrir okkar hönd í keppnina þetta árið. Líf og fjör var í íþróttasalnum þar sem nemendur voru hvattir áfram. Sigurvegarar dagsins...
18.03.2019

Framsagnarkeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi undankeppni.

Þann 11. mars sl. fór fram undankeppni Húnavallaskóla í Framsagnakeppni grunnskólanna í Húnavatnsþingi. Stóðu keppendur sig með sóma. Keppendur Húnavallaskóla í Framsagnakeppninni eru Aðalheiður Ingvarsdóttir, Bríet Sara Sigurðardóttir og Dögun Einarsdóttir. Varamaður er Brimar Logi Sverrisson. Dómarar voru þau Birgitta Halldórsdóttir, Friðrik Halldór Brynjólfsson og Kolbrún Zophoníasdóttir.
14.03.2019

Nýtt símanúmer

28.02.2019

Öskudagur 2019

25.02.2019

BINGÓ BINGÓ