Vörður vísa veginn
Í skólastefnu Húnavatnshrepps er lögð áhersla á að:
-
nám nemenda efli hæfni þeirra og færni til að nýta hæfileika sína, sér og samfélaginu til heilla.
-
skipulag skóla og uppeldisstarfs efli lýðheilsu.
-
stuðla að umhverfisvitund og sjálfbærri hugsun hjá öllum er tilheyra skólasamfélaginu, þar sem lögð er rækt við sérstöðu umhverfisins, sögu og menningu sveitarfélagsins.
-
það sé gaman í skólanum og daglegt skólastarf sé fjölbreytt og skemmtilegt fyrir alla.
-
skólinn nýti þá hæfileika/krafta sem búa í nærsamfélaginu til að auðga og styrkja skólastarfið.
-
styrkja samstarf leikskóla, grunnskóla, framhaldsskóla og tónlistarskóla sem stuðlað getur að samfelldri heild í skólagöngu barna sveitarfélagsins.
-
meta skólastarf með það að leiðarljósi að tryggja nemendum góða líðan, menntun og gott starfsumhverfi.
-
sérfræðiþjónusta skóla þjóni fjölbreyttum þörfum þegna skólasamfélagsins.