Fréttir

02.12.2021

Piparkökukaffi og jóladagatal

Í gær buðum við foreldrum í piparkökukaffi á Vallabóli. Góð mæting var og sóttvarnarreglur að sjálfsögðu virtar. Því miður gleymdist alveg að taka myndir. Þegar við mættum í leikskólann í gær, 1. desember, var þetta fína jóladagatal komið upp á vegg. Á hverjum morgni kíkjum við í umslagið og þar eru fyrirmæli um eitthvað skemmtilegt til að gera þann daginn. Í morgun fengum við þau skilaboð að fara upp í skóg og tína köngla.
02.12.2021

Góð heimsókn

Í vikunni fengu elstu börnin á Vallabóli góða heimsókn frá slökkviliðinu. Arnar og Ingvar komu og fræddu þau um eldvarnir heima og í leikskóla, gengu um bygginguna og skoðuðu hvað mætti betur fara. Krakkarnir fengu rauð vesti og voru virkjuð sem "aðstoðarmenn slökkviliðsins" og eiga að sinna þessu verkefni einu sinni í mánuði.
30.11.2021

Piparkökukaffi á Vallabóli

Kæru foreldrar á Vallabóli Við erum búin að baka og skreyta piparkökur á Vallabóli en á morgun, miðvikudaginn 1. desember, verður piparkökukaffi fyrir foreldra. Kaffið verður á milli 14:30 og 15:10. Allir eru beðnir að huga vel að eigin sóttvörnum og mæta með grímu. Vonandi sjáið þið ykkur fært að koma og eiga ánægjustund með okkur í jólaundirbúningnum. Kveðja Þórunn
12.11.2021

Vasaljósadagur