Fréttir

16.09.2021

Gönguferð á Reykjanibbuna

Við erum heppin hvað veðrið hefur verið gott að undanförnu. Í blíðunni lögðum við af stað á Reykjanibbuna með nesti og góða skapið en sáum fljótlega að við misstum af matnum ef við færum alla leið. Í staðinn tíndum við nokkur ber og leituðum að fjallakortum sem falin voru í vörðu og undir steinum út um móa.
14.09.2021

Chromebook tölvur fyrir nemendur í 6.-10. bekk

Það má segja að ríkt hafi hátíðarstemning í morgun þegar nemendur í 6. – 10. bekk fengu afhentar chromebook tölvur til afnota í skólanum. Chromebook fartölvur eru litlar, einfaldar og hraðvirkar fartölvur sem henta vel í skólastarfi. Notkun tölvunnar er byggð í kringum skýjalausir þ.e. allt sem nemendur geyma inn á tölvunni er varðveitt inni á Google-hýsingu skólans og er aðgengilegt nemendum hvar sem er.
14.09.2021

Listakot Dóru heimsótt

Nemendur grunnskólans heimsóttu Listakot Dóru síðast liðinn fimmtudag. Þar stóð yfir sýningin „Þórdís fyrsti Húnavetningurinn“. Sýningin var samsýning 13 listamanna sem túlka sína sýn á fæðingu Þórdísar en hún fæddist syðst í Vatnsdalshólunum á Hörpu 895. Dóra tók vel á móti nemendum og fræddi þau um sýninguna.
20.08.2021

Skólasetning

22.05.2021

Skólaslit

16.02.2021

Skíðaferð