Fréttir

23.12.2021

Jólakveðja

Þessir félagar horfðu saman á "Jólaósk Önnu Bellu" og óska ykkur gleðilegra jóla og gæfuríks nýs árs fyrir hönd okkar á Vallabóli. Sjáumst hress og kát á nýju ári
08.12.2021

Jóladagatalið á Vallabóli

Á hverjum morgni bíða allir spenntir eftir að við kíkjum í jóladagatalið okkar en í gær fengum við að búa til þrautabraut sem vakti mikla lukku. Í dag fórum við í fýlupokaleik og dönsuðum fýlupokadansinn á eftir. Við frestuðum jólafatadeginum sem vera átti í dag fram á föstudag og þá mega allir mæta í jólapeysu, jólakjól, jólasokkum, jólahúfu eða bara einhverju því sem ykkur dettur í hug. Rautt er jóla-jóla :)
02.12.2021

Piparkökukaffi og jóladagatal

Í gær buðum við foreldrum í piparkökukaffi á Vallabóli. Góð mæting var og sóttvarnarreglur að sjálfsögðu virtar. Því miður gleymdist alveg að taka myndir. Þegar við mættum í leikskólann í gær, 1. desember, var þetta fína jóladagatal komið upp á vegg. Á hverjum morgni kíkjum við í umslagið og þar eru fyrirmæli um eitthvað skemmtilegt til að gera þann daginn. Í morgun fengum við þau skilaboð að fara upp í skóg og tína köngla.
02.12.2021

Góð heimsókn

12.11.2021

Vasaljósadagur